Var ætlunin að hlera símtöl Jóns Baldvins?

Guðni flytur fyrirlestur sinn í dag.
Guðni flytur fyrirlestur sinn í dag. mbl.is/KGA

Vera kann að heimild hafi verið fengin fyrir að hlera síma Hannibals Valdimarssonar alþingismanns sumarið 1960 til þess að hlera símtöl sonar hans, Jóns Baldvins, „sem þá bjó í foreldrahúsum og vann ötullega fyrir hernámsandstæðinga," sagði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur m.a. í fyrirlestri nú í hádeginu.

Heimild var fengin fyrir hlerun síma Hannibals vegna ótta stjórnvalda við að andstæðingar samninga við Breta í landhelgisdeilunni myndu efna til óeirða til að trufla störf Alþingis. Samtök herstöðvarandstæðinga höfðu þá verið stofnuð og börðust gegn hvers konar málamiðlun í deilunni við Breta vegna útfærslu landhelginnar í 12 mílur.

Guðni sagði að með því að fá heimild til hlerana síma hjá Alþýðusambandinu og forystumönnum sósíalista sumarið 1960 hafi dómsmálayfirvöld verið komin út á hálan ís. Þá hafi ekki verið nærri eins ríkar ástæður til að óttast óeirðir eins og fyrir afgreiðslu Alþingis á NATO aðildinni 30. mars 1949.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert