Sælgæti Cadbury sem selt er á Íslandi inniheldur ekki melamín-mengaða mjólk frá Kína, samkvæmt fréttatilkynningu frá Nóa Síríus. Fyrirtækið hefur umboð fyrir Cadbury hér á landi. Tilkynningin er svohljóðandi:
„Greint var frá því í gær að Cadbury sælgætisframleiðandinn hafi
innkallað ákveðnar vörur sem framleiddar eru í Kína vegna hættu á að
þær kunni að innihalda melamín-mengaða mjólk. Þeir ellefu vöruflokkar
sem voru innkallaðir eru eingöngu seldir í Kína, Taívan, Hong Kong og
Ástralíu. Enginn þeirra er seldur á Íslandi.
Nói Síríus er umboðsaðili fyrir Cadbury á Íslandi. Rétt er að taka fram að allt rjómasúkkulaði sem framleitt er af Nóa Síríus er framleitt úr
íslenskri hágæðamjólk og inniheldur þess vegna ekki umrætt efni.“