Engar viðræður um sameiningu

00:00
00:00

Ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar full­yrtu eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un að eng­ar form­leg­ar viðræður væru við eig­end­ur Lands­bank­ans um sam­ein­ingu hans og Glitn­is. Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og banka­stjór­ar Lands­bank­ans voru á fundi í stjórn­ar­ráðinu í gær­kvöldi.

Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherrra seg­ir að sam­ein­ing Lands­bank­ans og Glitn­is hefði hvergi verið rædd með form­leg­um hætti. Hann seg­ir að mönn­um sé frjálst að ræða hvað sem er við hvern sem er en form­leg­ar viðræður hafi hvergi farið fram.

Geir H. Haar­de tók í sama streng og sagðist iðulega hitta Björgólf Thor Björgólfs­son þegar hann væri á land­inu. Þeir hefðu ákveðið að nota tæki­færið í gær­kvöldi enda ekki óeðli­legt í ljósi þeirra breyt­inga sem hefðu orðið á markaðnum. Í morg­un hefði hann átt síma­fund með full­trú­um allra bank­anna. Hann sagðist ekki ætla að svara fyr­ir áhuga Björgólfs Thors á sam­ein­ingu Glitn­is og Lands­banka.  Hann gerði ráð fyr­ir því að þeir hefðu viss­an áhuga en ætlaði ekki að fara nán­ar út í það.

Geir H. Haar­de sagði að ástandið væri ótryggt og það væri upp­nám á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum eft­ir að banda­ríska full­trúa­deild­in felldi björg­un­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar til handa fjár­mála­kerf­inu þar í landi. Hann sagðist telja það  full­komið ábyrgðarleysi að fella málið en von­andi tæk­ist að leysa fjár­mála­markaðinn úr þess­ari prísund síðar í vik­unni. Hins­veg­ar tæk­ist von­andi að leysa það mál síðar í vik­unni.

Geir sagði að ánægju­legt væri að sjá í dag að ís­lensku bank­arn­ir væru ekki að verða fyr­ir mikl­um áhrif­um af þessu og gengi Glitn­is væri hærra en menn hefðu talið eft­ir at­b­urðina í gær. Hann sagðist ekki ansa yf­ir­lýs­ing­um  Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar um að yf­ir­taka Glitn­is hefði verið bankarán.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert