Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, segir að engir samningar hafi verið undirritaðir um samstarf Árvakurs og 365 en fyrirtækin hafa um nokkurra missera skeið skoðað möguleika á að lækka kostnað í starfseminni með samvinnu á sviði dreifingar og prentrekstrar og í fleiri þáttum.
„Þær aðstæður sem skapast hafa á auglýsinga- og pappírsmarkaði upp á síðkastið hafa gert þetta enn brýnna. Ég geri því ráð fyrir að félögin muni halda áfram samræðum um málið,” segir Einar.
Segir hann að það sé skoðun stjórnenda Árvakurs hagkvæmasta rekstrarmódel Árvakurs sé útgáfa tveggja blaða og fréttavefjar til að tryggja hámarksnýtingu dýrra framleiðslukerfa og hámarksnálgun við markhópa auglýsenda.