Erfiðir gjalddagar framundan

Glitnir fékk ekki framlengingu á láni upp á 150 milljónir …
Glitnir fékk ekki framlengingu á láni upp á 150 milljónir evra. Friðrik Tryggvason

At­b­urðarás­in sem leiddi til yf­ir­töku rík­is­ins á hlut­um í Glitni hófst þegar ekki fékkst fram­lengt lán til Glitn­is upp á 150 millj­ón­ir evra og farið var fram á að Glitn­ir greiddi lánið upp á gjald­daga 15. októ­ber.

Ein þeirra skýr­inga sem nefnd­ar hafa verið, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins, er sú að Seðlabank­inn hafi fengið lán upp á 300 millj­ón­ir evra hjá sama banka. Og var því beint til Glitn­is, sam­kvæmt sömu heim­ild­um, að sækj­ast eft­ir láni frá Seðlabank­an­um.

Þá kem­ur fram að for­svars­menn Glitn­is hafi ekki talið sig geta sótt evr­urn­ar á markað án þess að veikja krón­una veru­lega. Og bent er á að stór­ir gjald­dag­ar hafi verið framund­an hjá bank­an­um, meðal ann­ars í janú­ar og fe­brú­ar, sem erfitt hefði reynst að standa við. Von­ast er til að það að ríkið eign­ist hlut í bank­an­um liðki fyr­ir frek­ari fjár­mögn­un.

En gjaldþrot Lehm­an Brot­h­ers 15. sept­em­ber vó ef­laust þyngst í lausa­fjár­kreppu Glitn­is, órói á mörkuðum og gjaldþrot sem fylgdu í kjöl­farið. Þá dró úr trausti á fjár­mála­markaðnum og lokuðust lánalín­ur Glitn­is „ein af ann­arri“, jafn­vel hjá traust­um bönk­um. Eins og einn viðmæl­enda sagði í gær: „Menn vilja bara geyma pen­ing­ana und­ir kodd­an­um.“

Talað er um að það hafi verið nýtt í haust, þegar horft er til Lehm­an Brot­h­ers, hversu hröð at­b­urðarás­in var. „Lausa­fé hef­ur því meiri áhrif á virðismat en áður.“ Heyra mátti þá gagn­rýni í gær að Glitn­ir hefði verið seinn af stað með inn­láns­reikn­inga er­lend­is, öf­ugt við Kaupþing og Lands­bank­ann, og það spilaði inn í að lausa­fjár­krepp­an hefði komið harðar niður á bank­an­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert