Flestir slasast í heima- og frítímaslysum

Yfirlit landlæknisembættisins yfir slys árið 2007.
Yfirlit landlæknisembættisins yfir slys árið 2007.

Heild­ar­fjöldi skráðra slysa í Slysa­skrá Íslands árið 2007 var tæp 39.000, sem er tals­vert meira en árið 2006. Munaði þar mest um skrán­ingu embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra sem hóf skrán­ingu að fullu í byrj­un árs 2007. Um­ferðarslys eða heima- og frí­tíma­slys flest, eða um 64% allra slysa.

Í Talna­brunni, sem er frétta­blað land­lækn­is um heil­brigðistöl­fræði, er tekið fram að þar sem skrán­ing­araðilum fjölgi stöðugt beri að var­ast bein­an sam­an­b­urð á töl­fræði milli ára. 

Um­ferðarslys á síðasta ári voru 12.481 tals­ins og heima- og frí­tíma­slys voru 12.261 tals­ins. Þess ber að geta að meðtal­in eru at­vik þar sem ekki urðu slys á fólki held­ur ein­vörðungu eigna­tjón.

Þegar aðeins er litið til fjölda slasaðra ein­stak­linga má sjá að flest­ir slasast í heima- og frí­tíma­slys­um (12.228) og næst­flest­ir í vinnu­slys­um (7.283). Í báðum til­vik­um eru fleiri slasaðir karl­ar en kon­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert