Bankastjórar Landsbankans, þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, áamt Björgólfi Thor Björgólfssyni áttu fund í gærkvöldi í stjórnarráðinu með Geir H. Haarde forsætisráðherra og ræddu þeir sameiningu við Glitni, að sögn Fréttablaðsins.
Björgólfur Thor vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að fundinum loknum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Landsbankamenn áhuga á að sameinast Glitni í þeim tilgangi að tryggja trausta eiginfjárstöðu sameinaðs banka.