Minni hraði yki hættu á framúrakstri

mbl.is/Brynjar Gauti

Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, sýslumaður Árnes­inga, varpaði fram þeirri hug­mynd á dög­un­um, í kjöl­far al­var­legs um­ferðarslys í Ölfusi milli Sel­foss og Hvera­gerðis, að rétt kynni að vera að minnka hraða á þeim slóðum niður í 70 km úr 90 km með til­liti til slysa­hættu.

Fjöl­mörg al­var­leg slys hafa orðið á þess­um slóðum í tím­ans rás, þar á meðal all­nokk­ur bana­slys. Haf­ist verður handa um gerð nýs tvö­falds Suður­lands­veg­ar á næsta ári, það er úr Svína­hrauni að Kömb­um. Fram­kvæmd­ir í Ölfusi fara hins veg­ar ekki að stað fyrr en á síðari stig­um í þeim pakka, sem sum­ir hafa talið óskyn­sam­lega ráðstöf­un með til­liti til um­ræddr­ar slysa­hættu. Óaf­greidd mál sem varða skipu­lag í Ölfusi eru þess vald­andi að ekki er hægt að hefjast handa þar jafn fljótt og marg­ir hefðu kosið, þar á meðal sýslumaður­inn góðkunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert