Talið er að fjöldi nautgripa hafa drepist þegar eldur kom upp í útihúsi í Vestra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum í morgun. Ábúendum á bænum tókst að koma hluta gripanna út úr húsinu eftir að eldsins varð vart og því er ekki ljóst hversu margar skepnur drápust í brunanum. Einnig er hugsanlegt að aflífa þurfi einhverjar skepnur.
Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um brunann rétt eftir klukkan sjö í morgun og stendur slökkvistarf en yfir. Ljóst er að tjón af völdum brunans er verulegt en samkvæmt upplýsingum lögreglu er húsið mikið skemmt ef ekki ónýtt. Um er að ræða gamalt refahús sem breytt hafði verið í gripahús.