Óttast um líf hælisleitanda

Lögreglan við gistiheimili hælisleitenda í Reykjanesbæ
Lögreglan við gistiheimili hælisleitenda í Reykjanesbæ Víkurfréttir

„Þarna var 17 ára dreng­ur sem er að okk­ar mati svo illa stadd­ur að hann er í hættu. Það slær mann,“ seg­ir Þor­leif­ur Gunn­ars­son, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna. Hann fór ásamt Amal Tamimi og Birgittu Jóns­dótt­ur í heim­sókn á gisti­heim­ilið Fit í Reykja­nes­bæ. Þar búa marg­ir þeirra sem leita hæl­is hér­lend­is á meðan um­sókn þeirra er til at­hug­un­ar.

„Þetta var virki­lega erfitt. Fólk er í svo mik­illi van­líðan þarna og aðbúnaður­inn er öm­ur­leg­ur að mínu mati,“ seg­ir hann og lýs­ir ónýt­um hús­gögn­um, ófrá­gengn­um glugg­um, sem vant­ar í glugga­kist­ur, og óhrein­ind­um.

„Amal Tamimi var með okk­ur og hann sagði ekki langt síðan hann jarðaði mann sem tók líf sitt við þess­ar aðstæður,“ seg­ir hann.

Þor­leif­ur seg­ir upp­lif­un hæl­is­leit­enda af hús­leit­inni sem þar var gerð þann 11. sept­em­ber síðastliðinn hræðilega.

„Þau lýsa þessu eins og inn­rás. Það er farið inn í alla íverustaði, sum­ir hand­járnaðir og fá jafn­vel ekki að fara í föt. Það eru tekn­ir af þeim pen­ing­ar, sím­ar og fleira og þau vita ekk­ert hvað er að ger­ast. Þeim er sýnt blað sem þau geta ekki lesið, það er eng­inn túlk­ur með og eng­inn lög­fræðing­ur,“ seg­ir Þor­leif­ur.

Hann seg­ir ekki hægt að túlka aðgerðir lög­reglu sem annað en árás. Ekki hafi verið leitað á nein­um sér­stök­um held­ur hafi hóp­ur­inn all­ur verið tek­inn fyr­ir. Grun­ur lög­reglu verði að bein­ast að ein­hverj­um sér­stök­um. „Þetta er ekki í lagi. Svona vil ég ekki komið sé fram við nokk­urn mann.

Ég vil sjá að þetta fólk fái al­menni­leg­an aðbúnað. Hús­næði sem við treyst­um okk­ur sjálf til að búa í, að fólk sé aðstoðað við að fá vinnu og fái fé­lags­lega aðstoð og lækn­isaðstoð,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert