Innlendar skuldir nema nær fjórfaldri vergri landsframleiðslu eða 384% af henni. Hreinar erlendar skuldir fjármálakerfisins voru um 3,6 sinnum hærri en útflutningstekjur 2007. Þessar tölur eru meðal þeirra hæstu meðal ríkja sem hafa lánshæfiseinkunn, að mati Standard & Poor's.
Ákvörðun Standard & Poor’s um lækkun lánshæfiseinkunna ríkissjóðs undirstrikar ítrekaðar áhyggjur matsfyrirtækisins af háum erlendum skuldbindingum íslenska fjármálakerfisins og þeim óbeinu ábyrgðum sem í þeim felast fyrir ríkissjóð.Í tilkynningu matsfyrirtækisins sem birtist í íslenskri þýðingu í frétt Seðlabankans segir m.a.:
„Vegna þess að íslensku bankarnir hafa fjármagnað vöxt sinn erlendis sem og nokkurra innlendra athafnamanna, þá hafa hreinar erlendar skuldir fjármálakerfisins aukist úr 161% af útflutningstekjum árið 2003 í 362% árið 2007. Á sama tímabili hafa innlendar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu vaxið úr 130% í 384%.“