Víða á Norðurlandi og Austurlandi er nú snjóþekja, éljagangur og hálka og hvetur Vegagerðin vegfarendur til þess að fylgjast vel með veðri og veðurspá.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar eru snjóþekja og éljagangur á Lágheiði. Hálkublettir og éljagangur eru á Siglufjarðarvegi. Hálka er á Hólasandi og á Mývatnsöræfum. Hálkublettir eru á Tjörnesi, Mývatnsheiði og á Möðrudalsöræfum.
Á Austurlandi er svipaða sögu að segja. Snjóþekja er á Hellisheiði-eystri, Vatnsskarði-eystra og á Öxafjarðarheiði. Hálka er á Vopnafjarðarheiði og hálkublettir á Mjóafjarðarheiði.
Vegagerðin hvetur vegfarendur til að vera vakandi fyrir því að hálka geti myndast þegar kólnar og einkum á fjallvegum.