Víða éljagangur og hálka

Víða á Norður­landi og Aust­ur­landi er nú snjóþekja, élja­gang­ur og hálka og hvet­ur Vega­gerðin veg­far­end­ur til þess að fylgj­ast vel með veðri og veður­spá.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vega­gerðar­inn­ar eru snjóþekja og élja­gang­ur á Lág­heiði. Hálku­blett­ir og élja­gang­ur eru á Siglu­fjarðar­vegi. Hálka er á Hólas­andi og á Mý­vatns­ör­æf­um. Hálku­blett­ir eru á Tjör­nesi, Mý­vatns­heiði og á Möðru­dals­ör­æf­um.

Á Aust­ur­landi er svipaða sögu að segja. Snjóþekja er á Hell­is­heiði-eystri, Vatns­skarði-eystra og á  Öxa­fjarðar­heiði. Hálka er á Vopna­fjarðar­heiði og hálku­blett­ir á Mjóa­fjarðar­heiði.

Vega­gerðin hvet­ur veg­far­end­ur til að vera vak­andi fyr­ir því að hálka geti mynd­ast þegar kóln­ar og einkum á fjall­veg­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert