40.000 bleikar slaufur

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Bleiki lit­ur­inn verður áber­andi næsta mánuðinn enda hef­ur októ­ber um langa tíð verið helgaður átaki gegn brjóstakrabba­meini. Sala á bleiku slauf­unni hefst í dag og stefn­ir Krabba­meins­fé­lag Íslands (KÍ) á að selja 40.000 slauf­ur fyr­ir 15. októ­ber til að ljúka fjár­mögn­un á nýj­um sta­f­ræn­um röng­tentækj­um sem keypt voru í upp­hafi árs.

„Þessi tæki eru ekki bara nú­tíma­legri, þau eru líka betri,“ sagði Guðrún Agn­ars­dótt­ir, for­stjóri KÍ, þegar átakið var kynnt í gær og vísaði í þá reynslu að nýju leit­ar­tæk­in auðveldi leit í þétt­um brjóst­vef og gefi mögu­leika á ná­kvæm­ari grein­ingu, ekki síst hjá ung­um kon­um.

Brjóstakrabbi er lang­al­geng­asta krabba­meinið meðal kvenna og á Íslandi grein­ast ár­lega 176 kon­ur. Lif­un eft­ir grein­ingu er hins veg­ar betri hér en víða ann­ars staðar, því tæp 90% þeirra kvenna sem grein­ast með brjóstakrabba­mein á Íslandi eru á lífi fimm árum síðar og er það einn besti ár­ang­ur í bar­átt­unni gegn brjóstakrabba­meini sem um get­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert