Kópavogskirkja lýst bleik

Bleik Kópavogskirkja í kvöld.
Bleik Kópavogskirkja í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Kópa­vogs­kirkja var í kvöld lýst upp í bleik­um lit í til­efni af ár­veknisátaki um brjóstakrabba­mein. Þetta er gert á veg­um Krabba­meins­fé­lags­ins, í sam­vinnu við sókn­ar­prest og sókn­ar­nefnd en Orku­veita Reykja­vík­ur sér um lýs­ing­una.

Sig­ur­rós Þorgríms­dótt­ir for­seti bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs kveikti á lýs­ing­unni í kvöld.

Þetta er átt­unda árið í röð, sem kunn­ar bygg­ing­ar á höfuðborg­ar­svæðinu eru lýst­ar með bleik­um liti í þess­um til­gangi. Hall­gríms­kirkja var lýst upp í októ­ber 2001, Perl­an 2002, Stjórn­ar­ráðshúsið 2003, Ráðhúsið í Reykja­vík 2004, Bessastaðir 2005, Höfði 2006 og Viðeyj­ar­stofa og Viðeyj­ar­kirkja 2007. Bleik lýs­ing verður einnig sýni­leg ann­ars staðar á land­inu í októ­ber, líkt og í mörg­um öðrum lönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert