Kópavogskirkja var í kvöld lýst upp í bleikum lit í tilefni af árveknisátaki um brjóstakrabbamein. Þetta er gert á vegum Krabbameinsfélagsins, í samvinnu við sóknarprest og sóknarnefnd en Orkuveita Reykjavíkur sér um lýsinguna.
Sigurrós Þorgrímsdóttir forseti bæjarstjórnar Kópavogs kveikti á lýsingunni í kvöld.
Þetta er áttunda árið í röð, sem kunnar byggingar á höfuðborgarsvæðinu eru lýstar með bleikum liti í þessum tilgangi. Hallgrímskirkja var lýst upp í október 2001, Perlan 2002, Stjórnarráðshúsið 2003, Ráðhúsið í Reykjavík 2004, Bessastaðir 2005, Höfði 2006 og Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja 2007. Bleik lýsing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu í október, líkt og í mörgum öðrum löndum.