Olíugjald og bifreiðagjöld hækka

Í forsendum fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir hækkun ýmissa gjalda, svo sem áfengis- og tóbaksgjalda, olíugjalds, vörugjalds af bílum og eldsneyti og bifreiðagjaldi.

Gert er ráð fyrir að bifreiðagjöld hækki um 11,5% í byrjun næsta árs og sömuleiðis kílómetragjald, sem lagt er á bíla, sem eru yfir 10 tonn að þyngd.

Í fjárlagafrumvarpinu segir að hækkunin sé til að þeir skattarnir haldi raungildi sínu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert