Öxarfjarðarheiði er orðin ófær og þæfingsfærð er á Hellisheiði eystri, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Víða er orðið vetrarlegt og komin einhver hálka eða snjór sumstaðar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austurlandi.
Hálka og hálkublettir eru sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. Á Vestfjörðum er snjóþekja á Þorskafjarðarheiði og
norðanverðum Ströndum. Þá er hálka í Önundarfirði og Súgandafirði en hálkublettir mun víðar.
Snjókoma eða él eru víða á Norður- og Austurlandi með tilheyrandi hálku, krapa eða snjó á vegum. Skafrenningur er á
Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.