Ræddu þeir samkomulag eða ekki?

Þáttur Landsbankans í samningaviðræðum við eigendur Glitnis og ríkisins hefur verið til umræðu í fjölmiðlum. Samkvæmt heimildum 24 stunda áttu forsvarsmenn Landsbankans fund með Glitni um kvöldmatarleytið á sunnudag og þar lögðu þeir til ákveðnar hugmyndir að lausn lausafjárhagsvanda Glitnis sem fól í sér að Landsbankinn og ríkissjóður myndu kaupa Glitni sem rynni inn við það inn í Landsbankann. Hlutdeild ríkissjóðs hefði samkvæmt tillögunum verið minni í sameinuðum banka en nú er í Glitni en heildarframlagið hærra. Heimildarmenn 24 stunda segja að hugmyndir Landsbankamanna hafi verið á þann veg að ógerlegt var fyrir ríkið að gangast við þeim. Fundarhöld héldu áfram í fyrrakvöld og í gærmorgun hjá stjórnendum Landsbankans og fór Björgólfur Thor Björgólfsson meðal annars á fund forsætisráðherra í stjórnarráðinu.

Kannast ekki við viðræður

Mikil viðskipti með bréfin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert