Nýliðinn september reyndist fádæma votur sunnanlands og vestan og úrkoman langt yfir meðallagi.
Samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings mældist úrkoman í Stykkishólmi í september 203,6 millimetrar. Er þetta langmesta úrkoma sem mælst hefur síðan mælingar hófust árið 1856.
Úrkoman í Reykjavík hjó næri metinu. Úrkoman mældist 173,7 millimetrar en metið frá 1887 er 176,0 millimetrar. Örfáir þurrir daga í lok mánaðarins gerðu hér gæfumuninn.
Að sögn Trausta var september mjög hlýr um land allt, vel yfir meðallagi. Hitinn síðustu vikuna dró meðalhitann rækilega niður.