Ung fjölskylda vann 14 milljónir í lottóinu

Vinningshafinn í þrefalda pottinum í lottóinu um síðustu helgi er ung kona í sambúð sem á von á sínu fyrsta barni.  Hún er búin að vera með tíu raða lottóseðil í áskrift í nokkurn tíma og voru tölurnar sem dregnar voru út á laugardaginn í efstu röðinni á seðlinum hennar.  Er vinningsfjárhæðin 14 milljónir króna.

Fjölskyldan var að horfa á útdráttinn í sjónvarpinu og sáu tölurnar sínar birtast á skjánum.   Þau áttu erfitt með að trúa því að þetta væru þeirra tölur og helgin var því lengi að líða þar til þau gátu fengið það staðfest hjá starfsmönnum Getspár að þau væru orðin rúmlega 14 milljónum króna ríkari. Vinningurinn er skattfrjáls. Rétt er að taka fram að vinningshafinn fær ráðgjöf hjá KPMG endurskoðun um meðferð og ávöxtun slíkra fjármuna, samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Vinningshafinn vill ekki láta nafns síns getið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka