Hálka og snjór fyrir norðan og austan

Það er víða hálka á þjóðvegum landsins.
Það er víða hálka á þjóðvegum landsins. mbl.is/RAX

Víða er orðið vetr­ar­legt og kom­in ein­hver hálka eða snjór sumstaðar á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum, Norður­landi og Aust­ur­landi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vega­gerðar­inn­ar.

Hálku­blett­ir eru í Miðdöl­um en snjóþekja á Svína­dal. Á Vest­fjörðum er snjóþekja á Stein­gríms­fjarðar­heiði, Þorska­fjarðar­heiði og Strönd­um norðan Bjarn­ar­fjarðar. Þá er hálka í Önund­arf­irði og Súg­andafirði en hálku­blett­ir mun víðar.

Snjó­koma eða él eru víða á Norður- og Aust­ur­landi með til­heyr­andi hálku eða jafn­vel snjó á veg­um. Unnið er að því að hreinsa vegi í Þing­eyj­ar­sýsl­um, Öxar­fjarðar­heiði er orðin ófær og þæf­ings­færð er á Öxi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert