Austrænn keimur og partý

00:00
00:00

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands býður upp á aust­rænt kryddaða tónlist sem á ætt­ir að rekja til Balí. Í kvöld verða tón­leik­ar með hefðbundnu áskrift­ar­tón­leikasniði en annað kvöld verður tón­leika­formið brotið upp með stutt­um tón­leik­um og partý-stemmn­ingu sem er liður í tón­leikaröðinni Heyrðu mig nú!

Hljóm­sveit­ar­stjór­inn James Gaffig­an seg­ir að dag­skrá kvölds­ins sæki inn­blást­ur í svo­kallaða Gamel­an-tónlist frá Jövu og Balí. Á verk­efna­skránni eru fjög­ur ólík tón­skáld, Clau­de Debus­sy, Franc­is Pou­lenc, Col­in McP­hee og Nico Muhly sem öll hafa samið und­ir áhrif­um frá Gamel­an.

Kanadíska tón­skáldið Col­in McP­hee heillaðist svo af þess­ari sér­stöku slag­verks­tón­list­ar að hann flutti til Balí og bjó þar í ára­tug á fyrri hluta tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar. Áhrif­in á tónlist hans eru aug­ljós, ekki síst í hinu dá­leiðslu­kennda verki Tabuh-Tabu­h­an.

Heit­ur og sval­ur tónsmiður

Á vefsíðu Sin­fón­íu­sveit­ar­inn­ar seg­ir um hinn unga Muhly: „Nico Muhly kem­ur úr allt ann­arri átt að sam­bræðslu aust­urs og vest­urs. Hann horf­ir á hvernig fram­andi menn­ing og lands­lag birt­ist í ein­föld­un dæg­ur­menn­ing­ar­inn­ar og spegl­ar það í verk­inu Wish You were Here á lit­skrúðugan og frum­leg­an hátt. Muhly þykir ein­hver "heit­asti" tónsk­miður­inn í dag og hef­ur unnið jöfn­um hönd­um með jöfr­um hins sí­gilda heims á borð við Phil­ip Glass, og snjöll­ustu lista­mönn­um dæg­ur­heims­ins á borð við Ant­hony Heg­ar­ty, Björk og upp­töku­meist­ar­an­um Val­geiri Sig­urðssyni."

Sjá nán­ar á heimasíðu Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar ís­lands og viðtal við Nico Muhly og Árna Heimi Ing­ólfs­son á blaðsíðu 37 í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka