Bleika slaufan rýkur út

Slaufan til vinstri er seld á 1.000 krónur og sú …
Slaufan til vinstri er seld á 1.000 krónur og sú til hægri á 5.900 krónur.

Sala á bleiku slaufunni gengur mjög vel og samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu var búið að selja ríflega helming þeirra 40.000 slaufa sem er markmið söfnunarátaksins að þessu sinni. Þá er silfurslaufan svokallaða, sérstök skartútgáfa bleiku slaufunnar uppseld hjá Krabbameinsfélaginu en enn er hægt að kaupa hana hjá samstarfsaðilum söfnunarinnar, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Að sögn Gústafs Gústafssonar, fjáröflunarstjóra Krabbameinsfélags Íslands, hafa viðbrögð almennings og fyrirtækja verið frábær.

Að þessu sinni er bleika slaufan hönnuð af Hendrikku Waage. Bæði ódýrari og dýrari slaufan hafa selst mjög vel.

Ódýrari slaufan kostar 1.000 krónur og er hægt að kaupa hana hjá eftirtöldum fyrirtækjum: Kaffitári, Te & kaffi, Eymundson, Frumherja, Samkaupum, Lyfju, Lyfjum og heilsu, Lyfjavalo og Hreyfli. Fyrirtækjaþjónusta Pennans annast sölu á bleiku slaufunni til fyrirtækja.

Dýrari slaufan, silfurslaufan, kostar 5.900 krónur. Hún er sem fyrr segir uppseld hjá Krabbameinsfélaginu en enn er hægt að nálgast hana hjá Saga Boutique og fyrirtækjum sem selja vörur Hendrikku Waage á Íslandi: Leonard Kringlunni, Leonard Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Icelandair, Hilton hótel og Halldóri Ólafssyni á Akureyri. Fyrirtæki geta pantað silfurslaufuna hjá fyrirtækinu Tanna – auglýsingavörum.

BLEIKI liturinn verður áberandi næsta mánuðinn enda hefur október um …
BLEIKI liturinn verður áberandi næsta mánuðinn enda hefur október um langa tíð verið helgaður átaki gegn brjóstakrabbameini. Sala á bleiku slaufunni hefst í dag og stefnir Krabbameinsfélag Íslands (KÍ) á að selja 40. MYNDATEXTI Dorrit Moussiaef tók við fyrsta eintaki bleiku slaufunnar úr hendi Guðrúnar Agnarsdóttur. Skartgripinn hannaði Hendrikka Waage og lét forsetafrúin sér ekki nægja að festa slaufuna í barminn að hefðbundnum sið heldur skartaði hún einnig tveimur slaufum sem eyrnalokkum Guðmundur Rúnar Guðmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert