Eldur kom upp í fólksbíl á ferð um Vatnagarða í Reykjavík klukkan eitt í dag. Ökumaðurinn slapp ómeiddur úr bílnum sem varð alelda á skömmum tíma. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk vel að slökkva eldinn en upptök hans eru ókunn.
„Bíllinn var á ferð þannig að líklegt er að um einhverskonar vélarbilun hafi verið að ræða," sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við mbl.is.