Hrina árekstra í hálkunni

Mikil hálka er á götum á suðvesturhorninu.
Mikil hálka er á götum á suðvesturhorninu. mbl.is/Brynjar Gauti

Hrina árekstra varð á höfuðborg­ar­svæðinu í kvöld þegar hálka myndaðist skyndi­lega á göt­um í kjöl­far élja­gangs. Óhappa­til­kynn­ing­um rigndi inn til lög­regl­unn­ar. Ekki var til­kynnt um slys á fólki að sögn lög­reglu en óhöpp voru á ann­an tug­inn.


Þá hef­ur Strætó bs hætt akstri í Kópa­vogi í kvöld vegna mik­ill­ar hálku, að sögn Ein­ars Kristjáns­son­ar, sviðsstjóra þjón­ustu­sviðs hjá fyr­ir­tæk­inu.
Ekið er á öll­um öðrum leiðum Strætó. Mik­il hálka er á Reykja­nes­braut og hafa bíl­ar farið þar út af.

„Það er hálka um nán­ast allt Reykja­nesið og á höfuðborg­ar­svæðinu. All­ir bíl­ar okk­ar eru á ferð að dreifa salti um göt­ur og skafa snjó af veg­um,“ seg­ir Guðjón Jóns­son, flokks­stjóri hjá Vega­gerðinni, um færðina í kvöld.

 Að sögn Guðjóns er það mat lög­regl­unn­ar að hluti öku­manna hafi ekið of hratt miðað við aðstæður, enda færðin ekki góð í hálk­unni.

Ein­ar seg­ir hins veg­ar að reikna megi með ein­hverj­um seink­un­um í út­hverf­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í kvöld vegna hálku. Það muni þó skýr­ast þegar líða taki á kvöldið.

Jörð er nú hvít á höfuðborg­ar­svæðinu eft­ir fyrsta kuldakast hausts­ins. 

Að sögn lög­regl­unn­ar á Akra­nesi hef­ur borið á hálku á veg­um og göt­um bæj­ar­ins. Ekki hafi hins veg­ar komið til óhappa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert