Í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/ÞÖK

Pakistanskur karlmaður var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa framvísað fölsuðu bresku vegabréfi við komuna til Íslands. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 17. september til 26. september.

Maðurinn, sem kom til landsins þann 11.september sl., játaði skýlaust brot sitt. Honum er jafnframt gert að greiða sakarkostnað upp á 125 þúsund krónur sem er þóknun verjanda hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert