Um 500 fyrirtæki frá 33 ríkjum taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni, sem hófst í morgun í Smáranum í Kópavog, og er þátttaka erlendis frá meiri en nokkru sinni áður. Sendinefndir frá Kanada, Spáni og Ekvador sækja ráðstefnuna auk fulltrúa ráðuneyta frá Srí Lanka, Kanada og Alsír.