Jóhanna nýtur mestra vinsælda

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Frikki

Jóhanna Sigurðardóttir er sá ráðherra sem nýtur mestra vinsælda meðal þjóðarinnar en samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups eru rúm 60% ánægð með hennar störf, örlítið fleiri en í síðustu könnun. Árni Mathiesen er óvinsælastur og segjast nærri 80% vera óánægð með störf hans.

Sagt var frá könnuninni í fréttum Útvarpsins. Þar kom fram að 46% eru ánægð með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra. Um 20% eru ánægð með störf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar en  41% óánægt. Þá eru 22% ánægðir með störf Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins  en 52% eru óánægð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert