„Nú þarf að bjarga heimilunum og það strax“

Það ástand sem nú ríkir hér er slíkt að miðað við óbreytt ástand, að ekki sé talað um enn verra ástand, munu mörg heimilin einfaldlega lenda í gjaldþroti og raunar er slíkum gjaldþrotum þegar byrjað að fjölga, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í pistli á vef þeirra.

Undir fyrirsögninni „Nú þarf að bjarga heimilunum og það strax“, segir Jóhannes ennfremur:

„Ljóst er að mörg heimili munu ekki geta staðið undir þeirri miklu kjaraskerðingu sem launþegar standa nú frammi fyrir. Krónan er í frjálsi falli og gengisvísitalan í fyrsta skipti komin yfir 200 stig þegar þetta er skrifað. Gengislækkunin fer beint út í verðlagið með tilheyrandi verðhækkunum og tilkynningar um verðhækkanir birgja hrannast upp. Eldsneytisverð hækkar enn og hefur aldrei verið hærra. Jafnvel opinber fyrirtæki liggja ekki á liði sínu varðandi hækkanir eins og dæmið um Orkuveituna sýnir. Þeir sem eru í yngri kantinum hafa aldrei upplifað aðra eins verðbólgu og nú er. Vegna verðtryggingarinnar hækka svo afborganir af íbúðalánunum í takt við verðhækkanir, að ekki sé talað um gengistryggðu lánin þar sem skellurinn kemur fram fyrr.“

Pistil Jóhannesar má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert