Össur Skarphéðinsson gegnir tímabundið embættisstörfum utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrir hennar hönd. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra er staðgengill utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld og flytur aðalræðu Samfylkingarinnar.
Aðrir ræðumenn Samfylkingarinnar verða Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.