Fjölskyldum sem fá matargjafir frá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd í hverri viku hefur fjölgað um marga tugi frá áramótum.
Síðasta úthlutunardaginn fyrir mánaðamót fengu á fjórða hundrað fjölskyldna matargjöf hjá þessum aðilum.
Aðalheiður Franzdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar, segir komum atvinnulausra hafa fjölgað og hún óttast að þær verði enn fleiri vegna ástandsins í þjóðfélaginu.
Fleiri fjölskyldur en áður hafa einnig beðið um aðstoð vegna kaupa á fatnaði og öðru vegna skólagöngu barna. Hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoð vegna skólabyrjunar og einnig styrk til tómstundastarfs barna.