„VIÐ höfum nú bara góða viðskiptasögu við þessi fyrirtæki og mikið traust, þannig að það bjargaðist alveg,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf.
Sigurður G. Guðjónsson sagði frá því í Íslandi í dag á miðvikudag að erlendir bananainnflytjendur hefðu hikað við sendingar til Íslands eftir atburði mánudagsins, af ótta við að fá ekki greitt. Kjartan, sem flytur inn Chiquita-banana, staðfestir að hann hafi fengið tilkynningu um að tryggingafyrirtækið sem ábyrgist greiðslur til birgjanna hafi sagt upp samningnum við Ísland eftir atburði mánudagsins. Í kjölfarið hafi framleiðendur verið uggandi gagnvart krónunni og m.a. haft samband við Banana hf., en þar greiddist fljótt úr málunum. „Það er alveg greinilegt að það er fylgst með því hvað er að gerast hérna á Íslandi, en þú færð þína banana, það er alveg klárt mál.“