Segja ræðuna vonbrigði

00:00
00:00

For­sæt­is­ráðherra, Geir H. Haar­de, breytti stefnuræðu sinni á síðustu stundu í gær og vakti með því vænt­ing­ar um að stórtíðinda væri að vænta. Hann dró ekki dul á erfiðleik­ana en greindi ekki frá neinu sem gæti orðið til bjarg­ar.  For­menn stærstu stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna gáfu ræðunni ekki háa ein­kunn og sögðu hana von­brigði. Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra seg­ir róið öll­um árum til að efla gjald­eyr­is­forðann. Það sé hins­veg­ar ekki hægt að gefa út yf­ir­lýs­ing­ar um hluti sem ekki sé búið að ganga frá.

 Skyndi­lega skall á fimb­ul­vet­ur meðan á ræðunni stóð eins og kreppa væri ekki nóg. Flest­ir stjórn­arþing­menn sem frétta­stofa ræddi við voru á því að tíðinda­leysið væri til marks um hvað ástandið væri al­var­legt. Bú­ist er við tíðind­um af gjald­eyr­is­samn­ing­um í dag sem ekki voru í höfn í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert