Fólki ráðlagt að leita annarra leiða

mbl.is

Viðskiptabankarnir hafa alls ekki lokað á yfirdráttarlán einstaklinga og fyrirtækja líkt og orðrómur hefur verið um en fólki er ráðlagt að leita annarra leiða enda beri yfirdráttarlán mjög háa vexti. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum er í einhverjum tilvikum erfiðara fyrir einstaklinga og fyrirtæki að fá hækkun á yfirdráttarheimild nú um stundir en það fari eftir greiðslugetu hvers og eins umsækjanda.

Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis, segir að bankinn ráðleggi fólki að leysa vandamál sín með öðrum leiðum en þeim að að taka dýrustu neyslulán sem í boði eru. Hann segir Glitni reyna að leysa öll mál viðskiptavina sinna í samvinnu við hvern og einn og það fari allt eftir stöðu hvers og eins. Már segir að það sé alls ekki búið að loka fyrir yfirdráttarlán og í sama streng tekur Benedikt Sigurðsson, talsmaður Kaupþings. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert