Jóhannes:Vill flýtimeðferð

Jóhannes Gunnarsson
Jóhannes Gunnarsson

jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, skorar á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra að leggja strax fram á Alþingi frumvarp um greiðsluaðlögun og það verði afgreitt með flýtimeðferð vegna ástandsins í samfélaginu.

„Þetta frumvarp er tilbúið í ráðuneytinu og felur í sér að heimili sem komið er í greiðsluþrot af ástæðum sem það ræður engu um geti óskað eftir greiðsluaðlögun vegna skulda sinna,“ segir Jóhannes. Það felur í sér að metið sé hversu stóran hluta höfuðstóls lána sinna það getur ráðið við. „Ef niðurstaðan af því væri 60 prósent þá yrðu allar skuldir lækkaðar sem því nemur,“ Hann bendir á að samskonar löggjöf sé í gildi alls staðar á Norðurlöndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert