Kennarar taka undir með landlækni

Kennarasambandið hefur tekið undir með landlæknisembættinu um þörf á hófstilltri umræðu um efnahagserfiðleika. Segir KÍ að í núverandi efnahagsástandi er hætt við því að mörg börn og ungmenni verði kvíðin og áhyggjufull.

„Skólar og heimili þurfa að standa saman og vernda ungt fólk með því að varast óþarfa og háttstemmdar umræður um þessi mál, og með því að leggja áherslu á hið ánægjulega og skemmtilega í lífinu. Ofgnótt vátíðinda, í sumum tilfellum ofan á erfiðar aðstæður barna, geta verið mjög skaðlegar heill þeirra og heilsu. Kennarasamband Íslands beinir því til kennara og skólastjórnenda að leggja sitt af mörkum til að vinna gegn því að atburðir og málflutningur þeim tengdur um efnahagsmál skaði nemendur," segir í tilkynningu frá Kennarasambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert