Krónan heldur einna verst verðgildi sínu

Frá Simbabve
Frá Simbabve Reuters

Íslenska krónan er í hópi þeirra gjaldmiðla í heiminum sem hafa staðið sig hvað verst í því að halda verðgildi sínu síðastliðið ár. Einungis gjaldmiðlar Túrkmenistan og Simbabve eru neðar á lista Bloomberg-fréttastofunnar yfir þróun á gjaldeyrismörðum, en á þeim lista eru alls 179 gjaldmiðlar. Sérfræðingur hjá SEB-bankanum í Svíþjóð segir við Bloomberg að hér á landi sé algjör gjaldeyriskreppa.

Krónan hélt áfram að veikjast í gær og náði gengisvísitalan enn á ný methæðum. Hæst fór vísitalan í 213 stig innan dagsins en hún endaði í 206,4 stigum í lok viðskipta. Veiktist krónan um 2,1% í viðskiptum gærdagsins.

Gengi evru var 156 krónur í lok viðskipta í gær, Bandaríkjadollars 112 krónur og punds 199 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert