OR semur um fjármögnun á hagstæðum kjörum

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/ÞÖK

Stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur samþykkti í dag lána­samn­ing við Evr­ópska fjár­fest­inga­bank­ann að fjár­hæð 170 millj­óna evra með 9,8 punkta (0,098%) álagi á EURI­BOR, milli­banka­vexti í evr­um.

Lánið er til 20 ára. Kjör­in eru með þeim hag­stæðustu sem ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um hafa boðist. Lánið trygg­ir að sögn Orku­veitu Reykja­vík­ur fjár­mögn­un verk­efna fyr­ir­tæk­is­ins vel fram á árið 2010, þar á meðal stækk­un Hell­is­heiðar­virkj­un­ar og bygg­ingu Hvera­hlíðar­virkj­un­ar.

Í til­kynn­ingu frá OR seg­ir, að sterk staða fyr­ir­tæk­is­ins og krafa um  um­hverf­i­s­væna orku­fram­leiðslu á heimsvísu tryggi fyr­ir­tæk­inu fjár­mögn­un á þess­um hag­stæðu kjör­um.

Ákvörðun stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur þarf að staðfesta af eig­end­um fyr­ir­tæk­is­ins, Reykja­vík­ur­borg, Akra­nes­kaupstað og Borg­ar­byggð.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka