Spólað í brekkum

Töluverð hálka myndaðist þegar tók að snjóa á höfuðborgarsvæðinu í …
Töluverð hálka myndaðist þegar tók að snjóa á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Brynjar Gauti

Töluvert var spólað í brekkum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt þegar bílar á sumardekkjum sátu þar fastir vegna hálku. Lögreglan aðstoðaði ökumenn eftir föngum.

Frá því klukkan sjö í gærkvöldi hefur lögreglan fengið tilkynningar um 18 umferðaróhöpp, en einungis varð lítilsháttar slys í einu tilviki, þegar bíll fór útaf á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg um tvöleytið.

Þá var einn ökumaður stöðvaður í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, og fundust fíkniefni og meint þýfi í bíl hans. Hann gistir nú fangageymslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert