Eðlilegt væri að skjóta umræðum um fjárlagafrumvarpið á frest vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Um þetta voru Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, og Jón Magnússon, þingfokksformaður Frjálslyndra, sammála nú þegar þingfundur hófst í morgun. Aðrir flokkar lögðu áherslu á að umræðan yrði að fara fram nú enda væri skýrt í stjórnarskrá að fjárlagafrumvarp skyldi vera fyrsta mál á dagskrá hvers hausts.
Að loknum orðaskiptum um þetta hóf Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, að mæla fyrir frumvarpinu.