Blikkandi gemsar í þingsalnum

Ráðherrar huga að farsímum sínum í gærmorgun.
Ráðherrar huga að farsímum sínum í gærmorgun. mbl.is/Kristinn

Klukkan 10:30 í gærmorgun, þegar þingfundur átti að hefjast, var ekki hræða í þingsal. Á fjölmiðlapallinum stóðu þrír blaðamenn og horfðu niður í tóman salinn. Fyrsti þingmaður sem gekk inn var undrandi á svip en smám saman fjölgaði í hópnum og allt færðist nær því sem venjulegt er.

Ráðherrar komu hlaupandi beint af ríkisstjórnarfundi, forseti hringdi inn og umræða um fjárlagafrumvarpið hófst.

Stemmningin í þinghúsinu var sérstök. Gsm-símar blikkuðu á flestum borðum og víða var fólk að tala í símann. Það var eins og stórtíðinda væri að vænta.

Þegar leið á daginn færðist hins vegar ró yfir og viðstöddum þingmönnum fækkaði mjög eftir því sem umræðan lengdist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert