Ekki stendur til að fulltrúar ríkisstjórnarinnar fundi með fulltrúum stjórnarandstöðunnar um aðstæður í íslensku efnahagslífi og hugsanlegar aðgerðir í dag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Fjórir ráðherra ríkisstjórnarinnar Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra sitja nú á fundi með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands.