Fjölnir með forustu á Íslandsmóti skákfélaga

Skákdeild Fjölnis hefur forustu eftir tvær fyrstu umferðirnar í Íslandsmóti skákfélaga, sem stendur yfir í Rimaskóla í Reykjavík. Fjölnir er með 14 vinninga eftir sigur á B-sveit Taflfélags Reykjavíkur, 7:1, í dag.

Taflfélag Bolungarvíkur, sem sigraði Íslandsmeistara Taflfélags Reykjavíkur, 6:2, og Taflfélagið Hellir, sem sigraði Hauka 5:3, eru í 2.-3. sæti með 11 vinninga.  A-sveit Taflfélags Reykjavíkur er í fjórða sæti með 7 vinninga. 

Taflfélag Vestmannaeyja er efst í 2. deild með 9 vinninga, Taflfélag Bolungarvíkur efst í þriðju deild með 12 vinninga og Skákfélag Sauðárkróks leiðir í þeirri fjórðu með 12 vinninga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert