Flugmenn fá verkefni í Tékklandi

mbl.is/Skapti

Icelandair hefur afturkallað uppsagnir átta flugmanna, sem sagt var upp í sumar. Flugmennirnir fara í verkefni í vetur á vegum Loftleiða-Icelandic fyrir tékkneska flugfélagið Travel Service, sem er í eigu Icelandair Group, og fljúga í leiguflugi m.a. til eyja í Karíbahafinu og til Taílands.

Ánægjulegt

„Það er ánægjulegt að koma þessum flugmönnum í vinnu í því erfiða árferði sem nú ríkir,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair Group. „Þessi niðurstaða byggist á því að innan Icelandair Group eru flugfélög í fjölbreyttum rekstri víða um heim og núna var hægt að koma hlutunum þannig fyrir að íslenskum flugmönnum bauðst vinna hjá Loftleiðum-Icelandic í verkefni fyrir Travel Service í Tékklandi, sem er næststærsta fyrirtækið innan Icelandair Group á eftir Icelandair. Alls fóru 24 flugmenn í þessi verkefni.“

Travel Service er leiguflugfélag sem flýgur einkum með tékkneska ferðamenn til landa við Miðjarðarhafið og lengra.

Loftleiðir Icelandic starfa á alþjóðlegum leiguflugsmarkaði og annast nú verkefni í Suður- og Norður-Ameríku, Evrópu, Rússlandi og Eyjaálfu. Félagið er nú með sjö flugvélar í rekstri. steinthor@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert