Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði í viðtali við Sjónvarpið í kvöld að þegar lífeyrissjóðir fengu heimild til þess að fjárfesta erlendis hafi verið talað um að gott gæti verið að eiga fjármuni þar til að flytja aftur heim á örlagastundu.
Hann vonist þó til að hægt verði að flytja hluta eignanna aftur úr landi síðar.
Hrafn sagði forsvarsmenn sjóðanna þó einnig hafa það að fororði að tryggja sparnað landsmanna eins vel og kostur sé.