Fundi frestað fram eftir degi

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af fundi í …
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af fundi í Ráðherrabústaðnum. mbl.is/Brynjar Gauti

Fundir standa nú yfir í Ráðherrabústaðnum. Til stóð að fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins kæmu þangað til fundar við ráðherra klukkan tvö í dag að en því hefur verið frestað fram eftir degi.

Um klukkan tvö gengu Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri þaðan út en hvorugur þeirra vildi tjá sig við blaðamann Morgunblaðsins á staðnum.

Stjórnendur stærstu lífeyrissjóða og landssambands þeirra funduðu í morgun og lauk fundinum fyrir hádegið. Þar var farið yfir stöðu mála og viðhorf innan sjóðanna könnuð. Rætt var um fyrirkomulag aðstoðaraðgerða við íslenskt fjármálakerfi, ef af verður.

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, sagði samtökin hafa boðað stóran fund með formönnum og framkvæmdastjórum allra lífeyrissjóða á landinu, klukkan eitt í dag. Þar átti að kynna málin enn frekar og farið yfir atburði vikunnar.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert