Íslensk ungmenni á aldrinum 16-20 ára skulduðu í ársbyrjun að meðaltali 246 þúsund krónur hvert. Samtals námu skuldir fólks á þessum aldri 6,698 milljörðum króna.
Næsti aldurshópur fyrir ofan, 21-25 ára, skuldar samtals 48,562 milljarða sem nemur um 2.515.000 krónum að meðaltali á mann. Skuldirnar samanstanda m.a. af bíla- og námslánum auk kreditkortaskulda.