Krefjast opinberrar rannsóknar á Hafskipsmáli

Embætti ríkissaksóknara hefur borist krafa um opinbera rannsókn á Hafskipsmálinu. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag, að hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir sendu inn erindið fyrir hönd Hafskipsmanna, þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Páls Braga Kristjónssonar, Þórðar H. Hilmarssonar og Helga Magnússonar.

Krafan beinist að meintum brotum fyrrverandi dómara við skiptarétt Reykjavíkur, fyrrverandi ríkislögmanns, ríkissaksóknara og rannsóknarlögreglustjóra ríkisins auk annarra starfsmanna embætta ríkissaksóknara og rannsóknarlögreglu ríkisins.

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari staðfestir við blaðið, að krafan hafi borist embættinu á fimmtudag. Að sögn Valtýs er beiðnin á annað hundrað síður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert