Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, sagði þegar hún setti landsþing samtakanna í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í dag, að nauðsynlegt væri að Davíð Oddsson víki sem seðlabankastjóri enda væri hann gjöreyðingarvopn fyrir íslenskt efnahagslíf.
Anna Pála sagði einnig, samkvæmt upplýsingum frá Ungum jafnaðarmönnum, að langtímahagsmunum Íslendinga væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu, sem ætti þó ekki að líta á sem skyndilausn á þeim efnahagsvanda sem þjóðin stendur nú frammi fyrir.
Landsþingi Ungra jafnaðarmanna lýkur síðdegis á morgun með kosningu
í embætti.