Eftir Láru Ómarsdóttur
Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, segir það tóma vitleysu að umræða hafi verið um það innan Samfylkingar að slíta stjórnarsamstarfi eins og 24 stundir greindu frá í gær.
Samkvæmt heimildum 24 stunda innan þingflokks Samfylkingar var samstarf stjórnarflokkanna í hættu um miðjan dag á fimmtudag en innan flokksins vildu menn senda skýr skilaboð til almennings um aðgerðir. Voru þrjár leiðir aðallega ræddar, að lýsa yfir vilja til að ganga í ESB, að sækja um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða öðrum sjóðum og að víkja Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Heimildarmenn segja Samfylkinguna óánægða með afskipti Davíðs af stjórnmálum.