Tekist á um ESB-tillögu

Fulltrúar ASÍ og SA settust á fund með ráðherrum í …
Fulltrúar ASÍ og SA settust á fund með ráðherrum í Ráðherrabústaðnum nú síðdegis. mbl.is/Brynjar Gauti

Minn­is­blað var lagt fram á fundi aðila vinnu­markaðar­ins á föstu­dags­kvöld, af hálfu ASÍ, með til­lögu um sam­eig­in­lega af­stöðu í efna­hagsaðgerðum helgar­inn­ar.

„Mik­il­væg­asta verk­efni á sviði efna­hags­mála er að tryggja hér stöðug­leika til lengri tíma. Aðilar vinnu­markaðar­ins eru sam­mála um að slík­um stöðug­leika verði ekki náð með krónu sem gjald­miðli,“ sagði í minn­is­blaðinu. „Því ber að stefna að inn­göngu í ESB og upp­töku evru, svo fljótt sem auðið er. Á þeim grund­velli þarf þróun efna­hags- og kjara­mála á næst­unni að miðast við það að Ísland upp­fylli Ma­astricht-skil­yrðin,“ stóð þar einnig.

Innt­ur eft­ir viðbrögðum við þessu í dag lét Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri SA, ekk­ert uppi. Heim­ild­ir herma að full­trú­um SA hafi þótt orðalagið of ein­dregið. Viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins úr röðum at­vinnu­rek­enda benda á að rík­is­stjórn­in hafi lagt fram fjár­laga­frum­varp og kynnt fjár­laga­áætl­un til árs­ins 2012, þar sé gert ráð fyr­ir tölu­verðum halla til að mæta sam­drætti og at­vinnu­leysi. Ef mæta eigi þessu skil­yrði ASÍ þurfi að stór­auka niður­skurð í fjár­laga­frum­varp­inu.

Hef­ur ekk­ert vægi
Sjálf­stæðis­menn sem leitað var viðbragða hjá í gær­morg­un vegna þessa töldu slíka yf­ir­lýs­ingu lítið hafa að segja á þess­um tíma­punkti, eng­inn þeirra hafnaði því þó al­farið að slík­ar kröf­ur gætu komið upp.

„Ef menn telja þetta nauðsyn­legt inn­legg og fara að gera þetta að aðal­atriði í mál­inu þá sé ég ekki að sjálf­stæðis­menn láti brjóta á því,“ sagði þingmaður.

Ann­ar tók í sama streng. „Það er verið að róa al­gjör­an lífróður í þessu máli,“ sagði hann.

„Slíkt ger­ir maður ekki í óðag­oti. Núna er hrein­lega óðagot,“ sagði Pét­ur H. Blön­dal um þetta.

„Menn eru að leysa mjög mikið skamm­tíma­vanda­mál, sem öll þjóðin stend­ur frammi fyr­ir, og hafa í raun mjög góða lang­tíma­stöðu. Mér þætti það þess vegna mjög miður ef menn færu að nota sér svona stöðu til að koma sín­um póli­tísku áhuga­mál­um í gegn. Þá eru þeir ekki að vinna sam­eig­in­lega að lausn mála. Ég held að þetta hefði ekki mikið vægi því víða í Evr­ópu eru mik­il vanda­mál. Ég minni á að í Hollandi er líka evra og á Írlandi, Spáni og Ítal­íu. Ég sé ekki evr­an hafi leyst neinn vanda þar. Ef menn ætla að gera þetta að ein­hverri ýtr­ustu kröfu tel ég að menn eigi ekki að láta brjóta á því. Ástandið er alltof al­var­legt til þess.“
 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert